Jæja, er þá ekki bara kominn tími á smá blogg.
En annars varðandi heimsóknir, þá er ekki annað hægt að segja en að fólk hafi verið duglegt að heimsækja okkur og í febrúar bættust Lilja og Hilmar við og einnig kom Björn Ægir í heimsókn til okkar.
Því miður var veðrið samt ekkert sérstakt þann tíma sem þau voru hjá okkur, frekar kalt, en það hefði nú getað verið verra.
Lilja og Hilmar stoppuðu í tvo daga hjá okkur, komu í rauninni við hjá okkur úr annarri ferð. Þeim var að sjálfsögðu sýnt fyrirheitna landið Sandwich sem vildi okkur ekki að sögn Hrafnkels, síðan var Canterbury skoðuð og eitthvað smá verslað eins og gengur. Það var auðvitað alveg frábært að fá þau í heimsókn, og Katla naut þess að láta Lilju frænku lesa fyrir sig.
Stuttu síðar komBjörn í heimsókn og var hjá okkur í tæpa viku. Við sprelluðum eitthvað með honum, fórum m.a. í Dover kastala auk þess að sýna honum nokkur þorp hér í kring. Hann lenti í því að missa af fluginu þegar hann átti að fara heim. Það hafði orðið 15 bíla árekstur á hraðbrautinni sem liggur upp að flugvellinum og því var alger umferðarstappa á leiðinni þangað. Svona getur víst gerst hérna og ekkert við því að gera. Hann komst nú síðan heim daginn eftir blessaður. Vonandi fælir þetta hann ekki frá því að koma aftur til okkar í sumar ;) Krökkunum fannst alveg frábært að fá uppáhalds frænda sinn í heimsókn enda var hann líka duglegur að dekra við þá.
Nú fer hver að verða síðastur að bóka helgi hjá okkur því að tíminn líður og áður en við vitum af verðum við komin aftur heim í kreppuna á klakanum. Nú fer að vora og hlýna og besti tíminn framundan hérna.
Á síðustu helgi fórum við inn í London. Þá var
fermingarfræðslutími hjá Valgeiri og
presturinn var búinn að bjóða foreldrum að taka þátt í tímanum
með krökkunum. Við skelltum okkur á það og vorum við í góðum fíling með Sigga presti, Fiffa og fermingarkrökkunum. Á eftir var messa í sænsku kirkjunni og síðan tónleikar með KK og Ellen
þar á eftir. Svaka fínn konsert. Góður dagur í London og öll orðin frekar þreytt þegar við komum heim.
Við skellum hérna inn slatta af myndum og þið munið að með því að smella á þær er hægt að fá þær stærri.
9 ummæli:
Maður gæti nú haldið að það fengist ekki ætur matarbiti í landi englanna, hefur Þóra miklar áhyggjur af því að þið horfallið þarna úti? Páskakveðjur
Ætli mamma hafi nú stórar áhyggjur af því, það er nú af nógu að taka.
En hann Hrafnkell var nú bara svo sniðugur að lauma þessu svona að mömmu og pabba að það væri ekki amalegt að fá pakka með SS-pylsum, harðfiski og bolludagsbollum.
Og hvað haldið þið, auðvitað var okkur um hæl sendur stór pakki og það var sannkölluð veisla hjá okkur þegar hann kom. (Sjá blogg- dularfulli pakkinn).
Mér skilst að eitthvað annað sé á leiðinni nú, spurning hvort að Hrafnkell eigi þar hlut að máli.
Páskakveðjur
Varðandi skyldleikann, þá er þetta nokkuð rétt, við Sigga (séra) vorum einmitt að ræða þetta um daginn, hún hafði eitthvað verið að skoða Guðna Egilsson þegar hún var í Súgandafirði. Frá þinni hlið er þetta: Svava - Þóra - Þórður - Jóna Margrét - Guðni - Egill Guðmundsson - Guðmundur Egilsson - Egill Sigurðsson, bjó á Laugabóli í Laugardal. Mín megin er þetta: Sigga - Hrafnhildur - Hildur - Sigurborg - Guðrún Ólafsdóttir á Markeyri - Jóhanna Egilsdóttir - Egill Sigurðsson.
Gaman gaman að sjá nýtt blogg frá ykkur, alltaf gott að hafa ástæðu til þess að taka lærdómspásu Ég sé að valli og svava voru að splæsa á sig nýrri kápu/jakka, þið eru svaka flott, ég sé einnig að þið hafið fundið rakastofu þarna úti, Hrafnkell bara orðin næstum því krúnurakaður, svo er Katla náttúrlega alltaf jafn sæt:). En greinilegt er að venni næst ekki á mynd, fyrir utan þessa einu þar sem nefið á honum gæist inn í myndina, fannst það ótrúlega fyndið þegar ég fattaði það hahhaha :D.
En já, það er alltaf gaman að lesa blogg frá ykkur
Kv Kristjana
Það verður að bæta úr þessu. Bæti við mynd af kallinum.
hey Venni. Passaðu bara pikkupinn. Ég er búinn að reikna og reikna,og á tímum stöðuga gengisbreytinga, þá hef ég ekki en komist að niðurstöðu. Ég er farinn að halda að þessi kaup þín á honum hafi komið öllu dæminu á stað: kreppunni miklu
Bið að heilsa og held áfram að reikna.
Já, pikkuppinn maður. Ég ætla að hinkra aðeins lengur með að rukka þig fyrir hann. Held að pundið eigi örugglega eftir að hækka meira ;)
Haltu áfram að reikna.
Takk fyrir innlitið.
Kveðja í besta krummaskuð í heimi!
Jæja, á ekki að fara að skrifa eitthvað nýtt. Við sem kíkjum reglulega á síðuna viljum fá eitthvað nýtt inn...
Biðjum að heilsa
kveðja frá okkur öllum
Ása
Reyni að bæta úr því í kvöld, en annars þá misstum við einn klukkutíma úr deginum, þannig að við erum að reyna að vinna það upp. Þeir voru að breyta yfir í sumartímann, þannig að núna erum við klst á undan ykkur.
Biðjum að heilsa ykkur og líka bumbubúanum.
kv.
Svava Rán og co
Skrifa ummæli