Þetta var alveg geeeeðveikt gaman þarna í Sviss. Fengum æðislegt veður mest allan tímann og færið var líka gott. Allavega fram að síðustu tveimur dögunum. Húsið sem við vorum í var staðsett alveg við hliðina á braut sem lá niður að stólalyftu sem flutti okkur upp á svæðið, þannig að það var lítil fyrirhöfn að koma sér af stað. Við vorum á svæði sem heitir Thyon og er austasti hluti svæðisins sem þeir kalla Dalina fjóra. Vestasti hlutinn er Verbier og þar á milli Nendaz og einn annar sem ég man ekki hvað heitir. Hægt er að renna sér á milli allra þessara svæða, en það er hins vegar heilmikið ferðalag svo að við létum það nú bara eiga sig. Við vorum hins vegar tvo daga í Nendaz, keyrðum yfir í bæinn og tókum kláf upp á svæðið. Þar fengum við besta veðrið í túrnum. Það sem verra var að það vildi enginn fara "heim" aftur. Allir vildu vera lengur í Sviss, enda landið ótrúlega fallegt, eða fara heim til Íslands. En tíminn okkar hér í Englandi styttist óðum, og í dag er sól og hiti. Katla Vigdís leikur sér úti í garði léttklædd.
15.4.08
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Hæ takk fyrir kveðjuna já þið systurnar eruð góðar í málsháttunum hehe :)
En vá æðislegar myndir frá Sviss og þetta hefur greinilega verið frábær ferð.
b.kv.
Jófríður og Maggi :)
Flottar myndir frá Sviss, vá hvað það hefur verið gaman hjá ykkur. Svakalega er Katla orðin dugleg á skíðunum.
Kv Kristjana
Verðum að bæta því við hérna að á síðunni hjá Ingibjörgu og Bjarka er myndaalbúm með fullt af fleiri myndum. Þau eru með albúmið læst, en þeir sem vilja fá að kíkja mega senda okkur línu til að fá lykilorðið.
venni@heimsnet.is eða svavava@simnet.is
Á skíðum skemmti ég mér trala-la-la
Hilmar spurði eftir að hann horfði á Kötlu renna sér "og hvert fór svo
Katla " Hún virtist hverfa fyrir horn og hengiflug framundan.En þetta eru flottar myndir og hefur örugglega verið mjög gaman og gott að þið skiluðu ykkur öll óbrotin heim þó þið hefðuð alveg mátt koma alla leið til Súganda. kv Lilja Rafney.
Vá!! þetta hefur sko verið skemmtilegt frí :O) Það sér maður bara á myndunum. Við höfum nokkrum sinnum verið á ferðinni í Ölpunum en aðeins að sumri til. Þetta hlýtur að vera geggjað.
Bestu kveðjur frá Dk
Gugga og co.
Hvað eruð þið ennþá í sæluvímu eftir skíðaferðina, er bara ekkert að frétta þarna úr sólinni?
Kv Kristjana
Skrifa ummæli