17.7.08

Rhodos




























Eins og áður hefur komið
fram hér á blogginu erum við gömlu hjónin að spóka okkur í sólinni á Grikklandi. Við sendum börnin heim til Íslands áður en við fórum svo við þyrftum ekki að hafa þau hérna með okkur sem hefði að sjálfsögðu verið mun dýrara. Í staðinn getum við leyft okkur meira hérna, farið dýrara út að borða og keypt okkur dýrari afþreyingu. Þau borða hins vegar bara súrsuð svið og rauðmaga hjá afa og ömmu á Suðureyri. Nei, þetta er nú smá grín. Við söknum þess heilmikið að hafa þau ekki hjá okkur hérna. Það var sama hvað við reyndum, þau vildu miklu frekar fara heim á Suðureyri á Sæluhelgi. Nú setjum við nokkrar myndir af okkur hér inn á síðuna til að allir geti nú séð hvað við höfum það annars gott hér í sólinni. Við förum síðan til baka til Englands á Laugardagskvöld og verðum síðan í Canterbury í tvo daga og leggjum af stað keyrandi til Skotlands á mánudag. Við tökum svo ferjuna í Skotlandi aðfaranótt miðvikudags. Þannig að það styttist í að við verðum komin á kaldan klaka. Bestu kveðjur.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hallo hallo skildi þetta vera síðasta kommentið ha ha ég sé að það hefur verið svaka fjor hjá ykkur á rodos og svava flott taska ha ah þið eru nú eflaust að keyra áleiðis á leið heim það er eins gott að missa ekki af ferjunni eða hvað við sjáumst svo hress í fermingunni hjá valgeiri kveðja Fríða

ps ef þið eigið ekki krónur þá getur Hugi eflaust bjargað því það er enn eftir rauðmagi góður sölumaður þar á ferð ég sé svo um bökunarpappirinn ha ha