Vá. Það er búinn að vera geðveikur hasar hjá okkur og því lítill tími fyrir report. Það er hægt að mæla að það sé komið of langt frá síðasta fréttatíma þegar Didda fer að kvarta.
Amma og afi á Suðureyri eru búin að vera í heimsókn, voru frá 19. til 30. júní. Með þeim komu Benóní og Pétur Óli. Björn Ægir kom svo nokkrum dögum seinna. Þegar þau fóru heim kom Fríða Bára og með henni Ágúst Orri og Ástrós Þóra. Þau verða hérna til 9. júlí og þá fara krakkarnir með þeim heim og Bryndís líka. Það verður því fjör hjá Fríðu í flugvélinni.
Venni fór líka heim á klakann sama dag og amma og afi til að fara í smá starfskynningu á Ísafirði. Hann er kominn með nýtt djobb fyrir vestan, verður stöðvarstjóri í Funa. Hann er alveg í rusli yfir því hehe, nei djók. Hann kom heim núna áðan og rétt náði að sækja Kötlu í skólann síðasta skóladaginn hennar.
Mamma var búin að kaupa ís fyrir krakkana og við áttum smá kveðjumóment þarna með krökkunum og kennurunum þar uppfrá.
Nú eru bara allra síðustu dagarnir framundan, þurfum að fara að pakka dótinu og svoleiðis. Meira fljótlega.
4.7.08
Síðustu dagarnir í Kantaraborg
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Hæ hæ, greinilega búið að vera stuð hjá ykkur úti og mikið um gestagang :) Hlökkum til að hitta ykkur og þið eruð velkomin í heimsókn þegar þið komið til landsins. Knús Jófríður, Maggi og Hilmar Daði
Hæ, við skriðum heim rétt fyrir miðnættið í gær, já, meðan ég man, til hamingju með brúðkaupsafmælið. Hittum krakkana á "Sælu" á laugardaginn. Katla mín var hálf lasin, en Hrafnkell var að selja rauðmaga, sagðist ekki hafa verið sendur með neina peninga heim. Vöknuðum svo upp við jarðskjálftafréttir frá Rhodos í morgun. Vonum að allt sé í lagi hjá ykkur, bestu kveðjur úr Marteinslaug
hei þekki loksins ruslakarlinn!
Heyrði skemmtilegt spjall við ömmuna á Suðureyri á Rás eitt í síðustu viku. Varð auðvitað hugsað til ykkar. Sjáumst svo vonandi einhverntíma í sumar og tröllum og tjúttum.
Tad skelfur jord a Rhodos, allt i lagi med okkur samt. Tetta var bara upplifun fyrir okkur. Fyrst kom titringur og svo svaka hogg, en tad var ekki tad hressilegt ad neitt faeri um koll hja okkur. Krematupurnar stodust tetta allavega.
Her er annars 40 stiga hiti dag e. dag og varla haegt ad hreyfa sig an tess ad svitapollur fylgi. Vid forum ad kafa i gaer sem var alveg geedveikt flott, setjum kannski inn myndir af tvi. Erum svo nuna ad fara inn i Rhodos borg. Vid erum btw i bae sem heitir Pefkos og er vid hlidina a odrum fraegari sem heitir Lindos. Gaman ad tvi.
Krakkarnir bara i godum filing a Studeyri peningalaus, en sem betur fer nadi Hugi ad bjarga gamla folkinu fyrir horn. Vid attum bara pund handa honum en tau virka ekki vel a klakanum.
Vid turfum ad tekka a tessu spjalli vid ommu a suganda vid taekifaeri. Vid hofum nu ekki frett af tvi fyrr en nu (takk Kalli). Tad er vaentanlega haegt ad downloada tvi.
Bestu kEdjur a klakann.
Hemmi hressi og Sosa saeta i solinni a Grikklandi.
Skrifa ummæli