Við fórum á opinn dag í skólanum hjá strákunum um daginn. Þar var líf og fjör og þemað var James Bond. Teikningar og myndir af honum upp um alla veggi. Það voru sölubásar út um allt þar sem var verið að selja ýmis konar varning og einnig var ýmislegt til afþreyingar. M.a. var rafmagnsbílabraut þar sem hægt var að reyna sig í kappi við tímann. Skemmst frá að segja að gamli maðurinn stóð uppi sem sigurvegari eftir harða keppni. Valgeir sagði að það væri bara sorglegt að 36 ára gamall maður væri að sýna yfirburði sína yfir 5 ára krökkum. Skammast sín bara fyrir aldraðan föður sinn.
Þannig er nú það.
13.12.07
Valgeir skammast sín
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Hæ hæ, fá karlmenn nokkurn tímann leið á bílabrautum sama hversu gamlir þeir eru hehe :) En hlakka til að hitta ykkur fljótlega.
knús og kram,
Jófríður
Greinilega ekki, man þegar strákarnir fengu einu sinni bílabraut í jólagjöf, þá yfirtóku Venni og Jobbi hana allt kvöldið.
Hlakka til að hitta ykkur um jólin.
kv. SRV
Hæhæ ég skil nú ekkert í þessari tölvu minni, ég er búin að kÍkja hingað inn á 20 mín fresti alla síðustu vikur til þess að tékka á því hvort e-hvað nýtt væri komin inn(svona til þess að hafa e-hverja afsökun að gera e-hvað annað en að lesa skólabækur), en aldrei sé neitt nýtt blogg. En svo hitti ég Fríðu í dag og þá var hún að tala um bloggið ykkar sem þú skrifaði í vikunni, þannig að ég ákvaði að kíkja núna og þá var fullt gamalt komið inn, ég bara skil þetta ekki!!! En gaman að frétta af ykkur og hlakka til að hitta ykkur í vikunni:)
kv Kristjana :D
Já, það hlaut að vera, ég skildi ekkert í því að þú værir ekki búin að kíkja við, hélt að það væri bara svo mikið að gera í próflestri. Hugsaði til þín á föstudaginn, var annars ekki síðasta prófið þá? Allir eru voða spenntir og ég er farin að pakka niður í tösku, veit reyndar ekki hvernig ég kem öllum jólagjöfunum fyrir. Verð upptekin tvö næstu kvöld og leggjum síðan af stað eldsnemma á miðvikudagsmorgun. Hlakka til að hitta ykkur öll.
Skrifa ummæli