Jæja komið þið sæl og blessuð, gamli maðurinn hann pabbi er alveg hættur að blogga, situr bara í tölvunni að skoða blogg hjá öðrum, þá þarf ég Hrafnkell Hugi að blogga sjálfur og halda áfram með þennan nýja fjölskyldu sið en nóg um það. Jæja, okkur barst dularfullt bréf um daginn sem sagði að við ættum að sækja pakka á pósthúsið, mamma fór að sækja hann og var mjög dularfull um pakkann þegar við komum heim úr skólanum. EN hún mamma kann ekki að halda leyndarmáli sérstaklega þegar ég beiti þrýstingi á hana og það sem leyndist í pakkanum vorum dásamlega góðar bollur frá ömmu og guðdómlegur harðfiskur frá afa svo voru líka pylsur og við pulsuðum okkur öll upp. Og átum yfir okkur þann daginn. Umh, uhm, nammi, nammi, namm.
AMMA OG AFI á Suðureyri, þið eruð alveg frábær, og komuð okkur sannarlega á óvart.
Reyndar var ég nú búinn að segja Þóru ömmu það að það væri alveg dásamlegt að fá sendar til sín rjómabollur út á Bolludaginn og ekki væri verra að láta nokkra pylsupakka fylgja með en það kemur ekkert málinu við og ég þóttist ekkert kannast við það þegar pakkinn kom.
Kv. H. Hjúki
3 ummæli:
Gaman að sjá blogg frá þér Hjuki minn:) Hvað þarf maður að vera á sérstökum samning til þess að fá svona sendingu? Ekki fékk ég neina svona sendingu :(, en ég fékk mér nú samt bollur, því hvað er bolludagur án rjómabollu. En vonandi skemmtið ykkur vel með Björn í heimsókn :)
kv Didda
Það eina sem ég fékk á bolludaginn var berlínarbolla, sem í bakaríishillum Lundúnaborgar heitir Doughnut.. Asnar!
hamingjuóskir með afmælið kæra vinkona...hafðu það gott í dag :o)
Skrifa ummæli