Það er alveg ótrúlegt að hann sé orðinn 12 ára og að það séu 12 ár síðan hann kom í heiminn. Frá því að hann fæddist hefur hann alltaf séð til þess að mamma og pabbi hefðu nóg að gera og engin lognmolla hefur verið í kringum hann, sem betur fer. Það byrjaði reyndar á því að hann lét bíða eftir sér í 12 daga og síðan þegar hann loksins ákvað að koma í heiminn valdi hann það kvöld sem pabbi hans var að spila á balli og eyðilagði þar með heilt gigg hjá honum. Hann var ný búinn að telja í á ballinu, þegar hann fékk símhringingu um það að barnið væri að koma og að afi og amma væru á leið yfir á Ísafjörð með mömmu. En hann má þó eiga það að hann var ekki lengi að koma sér í heiminn og var fæddur fyrir kl. tvö, heilbrigður og hraustur drengur og um leið og við fengum hann í hendurnar sáum við að þarna væri Hrafnkell kominn. Það nafn átti eitthvað svo vel við hann. Og þar sem hann var ekkert að slóra við það að koma í heiminn þegar hann loksins ákvað að koma, gat pabbinn fengið tækifæri til þess að mæta aftur á ballið og klára síðustu lögin á ballinu, geri aðrir betur.
En blíðari og yndislegri dreng er ekki hægt að óska sér þó svo að stundum hafi hann í gegnum tíðina minnt okkur á Emil í Kattholti. En hjartahlýr var Emil og vildi öllum vel og það sama á við um Hrafnkel Huga.
Þar sem afmælisdagurinn er á mánudegi ákváðum við að gera eitthvað skemmtilegt með honum og fjölskyldunni á sunnudeginum. Við ákváðum að koma honum á óvart og fara með hann í tívolígarðinn Thorpe Park sem er í útjaðri London. Honum var sagt að við værum að fara með Valgeir í fermingarfræðslu í London. Það er vægt til orða tekið að minn maður var nú aldeilis ekki hrifinn af því, þar sem honum fannst nú að við ættum frekar að gera eitthvað skemmtilegt með honum, þar sem það væri næstum því afmælisdagurinn hans í dag. Já, við fórum svolítið illa með hann, en hann var svaka glaður þegar hann sá tívolígarðinn og alla rússíbanana.
Á videóinu sést rússibaninn, sem strákarnir reyndu að draga foreldra sína í, en það var auðvitað bara mamman sem hafði kjarkinn til þess að prófa hann.
Katla Vigdís og Bryndís prófuðu aðeins rólegri tæki, en Katla kvartaði mjög á leiðinni heim að það hefði ekki verið nógu “skerí” tæki sem hún fékk að fara í og var frekar fúl yfir þessum hæðatakmörkunum sem eru á tækjunum. Hún hefði sko alveg þorað í öll tækin.
Þetta var alveg frábær dagur, engar biðraðir í tækin og það þurfti ekki að borga sér í hvert tæki, þannig að strákarnir nýttu sér það óspart.
En í dag ætla strákarnir að fara í bíó eftir skólann og eftir það verður pizzu og SS- pylsuveisla (enn eftir tveir pakkar af sendingunni góðu).
Til hamingu með afmælið elsku molinn okkar
Endilega óskið Hrafnkatli Huga til hamingju með afmælið hér á síðunni.
7 ummæli:
Sæll Hrafnkell Hugi
Til hamingju með 12 árin. Sá að þú hefur fengið frábæran dag með fjölskyldunni. Glæsilegt það. Bið að heilsa í bæinn.
Elsku Hrafnkell Hugi, innilega til hamingju með daginn þinn frá okkur öllum í Marteinslaug
Hjartanlegar hamingjuóskir elsku nafni minn. Gaman að lesa hvað var gaman hjá ykkur í gær. Það verður að gera eitthvað skemmtilegt fyrir svona flottan strák eins og þú ert.Hlökkum mikið til að koma til þín um páskana.
Knús og kossar
AMMA Afi og Jósef.
Heil og sæl og hjartanlega til hamingju með daginn elsku Hrafnkell Hugi. Nú er Ágúst farinn að telja niður í sitt afmæli. Við biðjum að heilsa öllum, vonandi hittumst við fljótlega. Kærar kveðjur frá okkur öllum.
Valur, Ása, Bergrós, Ástrós og Ágúst og ekki má gleyma Grímu.
Elsku Hrafnkell Hugi
Til hamingju með 12 ára afmælið :) Það hefur greinilega verið mjög gaman hjá ykkur í Tivolíinu. Biðjum að heilsa,
knús og kram
Jóa og Maggi
Til hamingju með afmælið Hrafnkell Hugi okkar. Það er nú gott að þú getir pulsað þig niður. Kær kveðja, við hérna á Kleppsvegi 40 efri og neðri hæð og auðvitað kveðja frá afa og ömmu sem eru í heimsókn hérna á Kleppi. Lifðu í lukku en ekki í krukku.
Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Hjúki hann á afmæli í dag :). Til hamingju með afmælið, það verður örugglega skypað á þig í kvöld, sérstaklega þar sem mamma og pabbi eru í bænum :)
Skrifa ummæli