31.3.08

Páskarnir

Hó hó. Við fengum sendingu úr Hnífsdal um páskana eins og við höfum minnst á. Gömlu hjónin komu með örverpið hann Jósef litla sem er nú bara ekkert lítill lengur. Við fórum til Hastings í sædýrasafn þar sem við sáum hákarla, risakolkrabba og skötur svo eitthvað sé nefnt. Svo fórum við niður í bæ þar sem Katla valdi sér bangsa eða öllu heldur kisu sem amma gaf henni.
Hún nefndi kisuna Birnu eins og kisuna okkar heima sem hún saknar alveg ógurlega mikið. Hún lét setja í hana mjálmara og hjarta þannig að finna má hjartslátt sé kisan kreist. Hún hefur varla sleppt henni úr fanginu síðan hún fékk hana.
Á páskadag fórum við í messu í stóru kirkjunni hérna niðurfrá. Það var heilmikil upplifun fyrir okkur, sérstaklega þann guðlausa.

Á næsta laugardag eldsnemma, keyrum við af stað til Sviss. Við þurfum að ná ferju frá Dover til Frakklands og síðan þurfum við að keyra allan daginn og fram á kvöld. Svo ætlum við að dvelja í fjallakofa í Ölpunum í heila viku og fara á skíði. Júbbí gaman. Ingibjörg og Bjarki og Bryndís ætla að fljúga og verða komin á undan okkur þarna niður eftir. Það er bara fínt því þá geta þau verið búin að kynda upp og hita Swiss miss þegar við mætum.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl sæta fjölskylda skemmtið ykkur rosalega vel á skíðum í rómantískum fjallakofa í Sviss
Toppið þið það ,heyrumst þegar þið komið til baka kv Lilja Rafney scooter.

Nafnlaus sagði...

ps.Hilmar benti mér á að betra væri að vera á skíðum í brekkunum en inn í fjallakofa þó hann sé kósí.LRM.

Unknown sagði...

Muna eftir Stroh út í kakóið. Drekka minnsta kosti einn fyrir mig. Skemmtið ykkur vel á skíðunum. Kveðjur úr Grafarholti frá Siggu, Ómari, Stefáni og Ingibjörgu

Nafnlaus sagði...

Hvað er ennþá verið að ná sér eftir ferðina, fær maður enga færslu og myndir
Kv Kristjana