25.5.08

Skemmtilegir dagar!!

Jæja núna er best að ég fari að blogga svolítið. Það virðist enginn lesa bloggið hjá Venna, eða alla vega eru fáir sem taka þátt í spurningarkeppninni hans. En um að gera að reyna.

Við erum búin að fá alveg frábæra daga hérna úti, sól og 25 – 30 siga hita og við höfum notið þessara daga í botn. Reyndar er það nú svo að í leikskólanum hjá mér þarf ég samt sem áður að klæðast þessari forljótu skyrtu og svörtum ömmubuxum. Það er sko ekkert hægt að pæjast í vinnunni. En því miður eru þessir dagar liðnir og tjallarnir tala um að þar með sé sumarið búið og rigningin tekin við, en ég vona nú að það verði nú ekki svo slæmt.


Jóna Magga og Ólína Halla voru í heimsókn hjá okkur um daginn og rétt misstu af þessu frábæra veðri, en fengu samt ágætis vorveður þessa daga sem þær voru hjá okkur. Katla Vigdís var auðvitað alveg í skýjunum yfir því að fá frænku sína og vinkonu í heimsókn. Loksins kom einhver krakki í heimsókn til okkar sem hægt væri að leika við. Þær stöllur skemmtu sér vel saman og auðvitað Bryndís líka, en ég held að henni hafi ekki síður þótt það skemmtilegt að fá einhvern leikfélaga sem talar íslensku. Við vorum dugleg að sýna þeim mæðgum bæinn og í leiðinni var verslað smá. Einnig fórum við að skoða Howlett dýragarðinn, en þar eru m.a. apar, ljón, nashyrningar og fílar, svo eitthvað sé nefnt. Við vorum mjög heppin með veðrið þennan dag, sól og hiti.

Á sunnudeginum keyrðum við um svæðið, m.a fórum á ströndina hjá Folkestone, og skoðunum hvítu klettana hjá Dover og St. Margaret’s bay, en það er mjög fallegur staður við sjóinn. Þennan dag og enduðum við síðan að sýna þeim Sandwich, “fyrirheitna staðinn” eða staðinn sem vildi okkur ekki eins og Hrafnkell segir. Þar fengum við okkur að borða á frábærum Ítölskum veitingastað sem heitir Bella Amalfi, sem heitir eftir bænum á Ítalíu þar sem við keyptum hringana okkar forðum daga. Voða rómó.
Þetta voru skemmtilegir dagar sem liðu fljótt og átti Katla Vigdís svolítið erfitt með að kveðja. En tíminn líður fljótt og brátt verður þetta viðburðarríka ár okkar í Englandi á enda, í raun eru bara nokkrar vikur eftir.



Erum við nú að skipuleggja þessar fáu helgar sem eru eftir, því ekki viljum við koma heim án þess að hafa séð alla þá staði sem við ætluðum okkur að sjá, eigum t.d. enn eftir að sjá vaxmyndasafnið og fara í London Eye. Síðan verður alveg brjálað að gera í heimsóknum í júní, sem er alveg frábært að svona margir ætla að koma og heimsækja okkur, það verður að segjast eins og er að það er nánast orðið fullbókað (spurning að koma fyrir dýnu í baðinu og láta einhvern gista þar, enda erum við með þrjú klósett í húsinu sem er alveg óþarfi).

Gleymdi reyndar að segja frá einni örheimsókn sem við fengum, hver önnur en Áslaug frænka og Arnar, þau skruppu í kaffi til okkar frá London og ég held að ég hafi náð að hitta þau í tvær klst. Já svona á að gera þetta, allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Það var auðvitað alveg frábært að hitta þau.
Nóg hefur verið að gera um helgina, fullt hús af vinum strákanna og einn fékk að gista. Það er alveg meiriháttar hvað allt gengur vel hjá krökkunum og hvað þeim hefur tekist að eignast vini hér og standa sig vel í skólanum. Ég er svakalega stolt af þeim öllum.
Læt þetta duga í bili og takk fyrir allar kveðjurnar í gestabókinni.
Kv. SRV

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá geggjað veður búið að vera hjá ykkur og nóg að gera í að taka á móti gestum gaman að því :) En meðan ég man takk kærlega fyrir afmælisgjöfina Kristjana og co komu á síðustu helgi. Skilaðu svo endilega kærri kveðju til Hrafnhildar fyrir fallegu húfuna sem hún prjónaði. knús og kram, Jófríður, Maggi og prinsinn

Nafnlaus sagði...

Sæl öllsömul, gaman að sjá ykkur brún og sælleg í litla sæta garðinum en stóri flotti garðurinn bíður ykkar heima ,trén og gróður þjóta upp og allt í blóma það vantar bara Kantaraborgarfjölskylduna heim aftur, en það styttist sem betur fer í það.Hlökkum til að sjá ykkur, bestu kveðjur frá kyrrlátu kvöldi við fjörðinn Lilja Rafney og Hilmar Oddur.

Nafnlaus sagði...

Gaman að lesa svona skemmtilegt blogg hjá ykkur, hefði alveg verið til í að vera hjá ykkur í sól og sumaryl. Það helsta sem er að frétta af okkur er að við erum á fullu að pakka niður, það er nær allt komið í kassa og þá er bara að skúra skrúbba og bóna, svo erum við farin vestur og komum aldrei aftur í bæinn að sögn Gumma, en það er nú ekki alveg satt þar sem við verðum á flakkinu næstu 2 helgar. En það er nú hálf skrítið að vera komin vestur og þið ekki þar, hvert á maður þá að fara til þess að komast í almennilegt sólbað.
En ég bið að heilsa í bili
Kv Kristjana

Kalli sagði...

Fyrsta myndin í þessari syrpu er alveg frábær. Fyrir mig sem þekki ekki krakkana, bara foreldrana, er gaman að sjá annan drengjanna svona nauðalíkan föðurnum (samanber hollingin á honum þegar hann stillir sér upp til myndatökunnar) og hinn svona líkari móðurinni.