Litla stelpan okkar hún Katla Vigdís á afmæli í dag og er orðin 6 ára gömul.
Þetta er reyndar frekar skrítinn afmælisdagur fyrir hana þar sem hún mætti í skólann í dag, ekkert víðavangshlaup og enginn hefur enn sem komið flaggað fyrir henni. En við ætlum þó að reyna að hafa þetta skemmtilegan dag fyrir hana og var hún vakin upp snemma í morgun og sungið fyrir hana og henni færðar kökur í rúmið. Bræður hennar voru svo sætir í sér að þeir gáfu henni hlaupahjól en frá pabba og mömmu fékk hún loksins sitt fyrsta tvíhjól. Hún var ekkert smá ánægð með þessar gjafir. Eftir skóla ætlum við að gera eitthvað skemmtilegt saman og fara svo út að borða með skvísunni.
Á laugardaginn hélt hún upp á afmælið sitt og bauð öllum krökkunum í bekknum og síðan auðvitað líka Bryndísi frænku. Það var því mikið fjör hjá okkur þennan dag enda bæði trambólín og hoppukastali útí í “stóra” garðinum. Katla Vigdís fékk fullt af flottum gjöfum og þegar afmælið var búið þá færði hún öllum krökkunum smá gjöf í poka, en það er hefð hér.
Eftir afmælisveisluna skelltum við okkur í tívólí sem var staðsett á túninu við hliðina á leikskólanum sem ég vinn á.
Það hefur því verið nóg að gera um helgina enda verið að njóta þessara síðustu vikna í botn.
En endilega óskið Kötlu Vigdísi til hamingju með afmælið hér á síðunni, það myndi gleðja hana.
5 ummæli:
Elsku Katla Vigdís, innilegar hamingjuóskir með sex ára afmælið, hér er búið að flagga fyrir þér út um alla Reykjavík, við tókum smá forskot á sæluna í gærkveldi, okkur var boðið í "Garden Party" með Mezzoforte í Hljómskálagarðinum, að undangengnu öðru "Garden Party" hjá formanni FTT. Svo var náttúrulega aðalhátíðin, sumarhátíð Geislabaugs, þar sem farið var í skrúðgöngu, Skoppa og Skrýtla komu og skemmtu okkur, og svo voru grillaðar pylsur í garðinum á leikskólanum. Ykkar verður sárt saknað í hinu árlega 17. júní læri í Marteinslaug. Bestu kveðjur, Stefán Mar, Ingibjörg Malen, Sigga og Ómar.
Kæra Katla Vigdís.
Til hamingju með 6 ára afmælið. Vona að þú hafir það gott í Englandi.
kveðja. Þórunn Birna
Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Katla, hún á afmæli í dag. Elsku Katla Vigdís mín innilega til hamingju með 6 ára afmælið, vonandi að þú hefur átt góðan dag :) Ég sé að það var svaka stuð hjá þér á laugardaginn, hefði alveg vilja vera þarna hjá ykkur.
Það er pakki á leiðinni til þín frá okkur með mömmu og pabba, það er ef þau muna eftir því að taka hann með sér ;) Hlakka til að fá ykkur famelíuna heim aftur.
En enn og aftur til hamingju með afmælið stóra stelpan mín.
Knús og kossar
Kv Kristjana og Gummi.
Elsku Katla Vigdís til hamingju með 6 ára afmælið :) Þið hafið greinilega gert margt skemmtilegt saman. Hlökkum svo til að hitta ykkur þegar þið komið aftur, knús og kossar Jófríður, Maggi og Hilmar Daði :)
Hvað þarf maður að fara að rukka ykkur um nýjar fréttir. Er svona mikið að gera hjá ykkur að þið hafið ekki smá tíma til að setjast niður fyrir framan tölvuna og skella e-hverjum smá fréttum inn. Við viljum fréttir, við viljum fréttir ;)
Kv Kristjana
Skrifa ummæli