26.12.07

Jólakveðja

Gleðileg Jól öllsömul.
Við höfum það bara alveg frábært í heimahögunum svo ekki sé meira sagt. Við dveljum á Suðureyri og höfum flakkað á milli jólaboða bæði þar og í Hnífsdal. Við gömlu fórum í messu á sjúkrahúsinu á Ísafirði í gær (jóladag) með Svövu langömmu sem þar dvelur. Það var ósköp notalegt. Framundan eru svo fleiri jólaboð og svo náttúrulega áramótagleðin. Vonum að allir hafi það sem best yfir hátíðarnar.

2 ummæli:

kriss rokk sagði...

Nohhh...! Heyrðu, ég var í Níssdal á aðfangadagskveldi í messu í kapellunni. Ég sá ykkur ekki?
JÓLAKEÐJUR,
Kriss

Kalli sagði...

Óskir um gott og farsælt ár. Njótið verunnar í Englandi og sjáumst svo hress í sumar.

Svo á að láta vita af öllum heimsóknum til Íslands ef við Kriss gætum tekið Venna með í sveitagigg.