Gleðileg Jól öllsömul.
Við höfum það bara alveg frábært í heimahögunum svo ekki sé meira sagt. Við dveljum á Suðureyri og höfum flakkað á milli jólaboða bæði þar og í Hnífsdal. Við gömlu fórum í messu á sjúkrahúsinu á Ísafirði í gær (jóladag) með Svövu langömmu sem þar dvelur. Það var ósköp notalegt. Framundan eru svo fleiri jólaboð og svo náttúrulega áramótagleðin. Vonum að allir hafi það sem best yfir hátíðarnar.
26.12.07
Jólakveðja
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Nohhh...! Heyrðu, ég var í Níssdal á aðfangadagskveldi í messu í kapellunni. Ég sá ykkur ekki?
JÓLAKEÐJUR,
Kriss
Óskir um gott og farsælt ár. Njótið verunnar í Englandi og sjáumst svo hress í sumar.
Svo á að láta vita af öllum heimsóknum til Íslands ef við Kriss gætum tekið Venna með í sveitagigg.
Skrifa ummæli