Jæja, þá erum við lox á áfangastað. Komin aftur út í ferkantaraborg í gráma hversdagsins. Við tekur skóli og vinna. Jólafríið var alveg geeðveikt og við átum alveg ógeðslega mikið af svakalega óhollum mat og nammi. Verðum örugglega góðan tíma að koma meltingunni í samt lag á ný. Hér er núna um 10 stiga hiti og svona ágætis veður. Þætti allavega fínt heima á þessum árstíma nema fyrir það að það væri þá enginn snjór til að renna sér á. Talandi um snjó þá ætlum við að reyna að komast yfir á meginlandið í skíðaferð í næsta skólafríi. Erum að spotta út sniðugan stað til að fara á en það er víst nóg úrval.
Þau hérna neðar í götunni eru alveg upp fyrir haus í lærdómi og blogga því ekki neitt. Þau gera það nú hvort eð er ekki samt, en biðja bara kærlega að heilsa öllum sem vilja þekkja þau. Það eru próf og verkefnaskil hjá þeim núna eftir helgi svo að við læðumst bara á tánum.
Gaman að segja frá því að við fylgjumst voða lítið með lókal fréttum hérna. Það er oftast þannig þegar maður rambar á fréttatíma í útvarpinu að það er verið að segja frá ránum og morðum og umferðarhnútum. Af öllu því virðist vera nóg. Þess utan þá eru helstu fréttir úr ferkantaraborg að það á að fara að gera upp leikhúsið hérna fyrir svaka mikinn pening, og Hollywoodleikarinn Orlando Bloom sem er fæddur og uppalinn hér í bæ, ætlar að borga stóran part af kostnaðinum. Leikhúsið er orðið gamalt og lúið en mikið notað og tókum við eftir því nú í haust að það var show þar í gangi þar sem í aðalhlutverki var hin eina sanna Linda Gray sem allir muna eftir úr Dallasþáttunum hér í den. Já börnin góð, heimurinn er lítill.
Góðar stundir.
9.1.08
Úti á ný
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Gleðilegt ár kæra vinkona og takk fyrir það gamla. Ekki rakst ég neitt á þig í jólafríinu, því miður en þetta verður svo fljótt að líða að þú verður komin til baka von bráðar...Hlakka til þess :o) kveðja
Jóna Lind
Takk fyrir skemmtilegan og óvæntan hitting á sunnudaginn! Mjög gaman að rekast á ykkur og hlakka til þess að sjá ykkur aftur (pöbbakvöld 1.feb, þorrablót á næstunni og auðvitað fleiri messur)
Lítið við (á www.fif.fi/blog) ef þið eruð á ferðinni!
Kveðja,
Fiffi
Ég vil fara að fá nýtt blogg takk ;) Eruð þið búin að plana skíðaferðina ykkar, verðið er búið vera þannig hérna að manni er bara byrjað að fara að langa á skíði, kannski maður skelli sér í brekkuna næsta vetur með ykkur, á bleiku og skær appelsínugulu skíðunum mínum :)
Kv Kristjana
Skrifa ummæli