Jólaundirbúningurinn hefur gengið vel hjá okkur. Þetta er ekkert smá næs að þurfa ekki að snúa öllu á hvolf til að þrífa í þetta skiptið. Við höfum í rólegheitum verslað jólagjafirnar og nokkuð liðið síðan við lukum þeim innkaupum. Við höfum því haft rúman tíma til að gera fínt í kring um okkur og þar sem að seríur og skraut kostar nú sama og ekkert hérna ákváðum við að kýla á að skreyta nú kofann okkar almennilega og sýna tjöllunum hvernig á að skreyta að hætti alvöru fólks. Þið getið skoðað árangurinn með því að smella á myndina. Aumingja tjallarnir að við skulum ekki vera hérna um áramótin, því þá gætu þeir sko fengið að upplifa alvöru flugeldasýningu.
16.12.07
Jólasveinar ganga um gólf
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Jæja það má reyna að plata mann hahaha.
Neinei, ekkert plat. Alvara dauðans.
Skrifa ummæli